Viðskiptaráð Íslands

Fjármagnstekjuskattur er meira íþyngjandi en þú hélst

Smelltu hér til að lesa Skoðunina í heild

Fjármagnstekjuskattur, sem um áramótin var hækkaður úr 20% í 22%, er meira íþyngjandi en virðist í fyrstu. Helsta ástæða þess er að skatturinn leggst afar þungt á ávöxtun eftir að tekið hefur verið tillit til verðbólgu (raunávöxtun) og hefur því sögulega verið hærri hér en á hinum Norðurlöndunum. Almennt er greiddur fjármagnstekjuskattur hærri eftir því sem verðbólga er meiri sem þýðir auknar tekjur til ríkissjóðs og þannig verður minni hvati fyrir stjórnvöld til að halda aftur af verðbólgu. Þá eykur núverandi fjármagnstekjuskattur sveiflur í ávöxtun og hvetur til áhættusækni.

Vegna þessara atriða hefur verið boðuð nauðsynleg endurskoðun á stofni fjármagnstekjuskatts. Slík endurskoðun er um margt flókin og eru ýmis álitamál sem er með öllu óljóst hvernig leysa eigi. Þess vegna var hækkun fjármagnstekjuskattsins um síðustu áramót ótímabær.

Smelltu hér til að lesa Skoðunina í heild

Tengt efni

Veðjað á rangan hest: Umgjörð veðmálastarfsemi á Íslandi

Þótt veðmálastarfsemi sé sniðinn þröngur stakkur hérlendis veðja fáar þjóðir …
12. september 2024

Réttum kúrsinn: Umbætur í opinberu eftirliti

Opinbert eftirlit stendur samkeppnishæfni Íslands fyrir þrifum. Íþyngjandi …
27. ágúst 2024

Fæstum þykir sinn sjóður of þungur

Viðskiptaráð leggur fram 28 tillögur um hvernig megi hagræða í sjóðum ríkisins
1. mars 2024