Viðskiptaráð gefur reglulega út staðreyndir um tiltekin viðfangsefni. Þar er lögð áhersla á að koma á framfæri atriðum sem máli skipta að mati ráðsins á hnitmiðaðaðan hátt.
Grunnskólakennurum hefur fjölgað hraðar en nemendum undanfarin ár. Þá er kennsluskylda lítil, veikindi algeng, kennarar margir og kostnaður hár samanborið við önnur ríki. Þetta er niðurstaða nýrrar samantektar Viðskiptaráðs á hagkvæmni íslenskra grunnskóla í alþjóðlegu samhengi.
Fjárlagafrumvarp ársins 2025 var lagt fram á dögunum. Samkvæmt því verða útgjöld ríkissjóðs 1.489 milljarðar króna á næsta ári og aukast um 5,8% á milli ára. Útgjaldavöxturinn er þó misjafn eftir ráðuneytum og málaflokkum. Þá vega verkefni misjafnlega þungt í ríkisrekstrinum.
Meiriháttar munur var á færni barna eftir grunnskóla árið 2012. Þetta sýna niðurstöður PISA-kannana í Reykjavík sundurgreindar eftir skóla. Viðskiptaráð hefur sent mennta- og barnamálaráðuneytinu upplýsingabeiðni um nýrri gögn fyrir landið allt. Beiðnin er send vegna óbreyttra áforma ráðuneytisins …
Umsögn Viðskiptaráðs um áform stjórnvalda um endanlegt afnám samræmdra prófa hefur skapað mikla umræðu. Viðskiptaráð fagnar henni en lýsir yfir vonbrigðum með viðbrögð mennta- og barnamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Vegna ummæla þeirra vill ráðið koma þremur atriðum á framfæri.
Útborgunardagurinn 2024 er í dag, þann 27. júní. Frá þessum degi byrjar starfsmaður að vinna fyrir útborguðum launum, en frá áramótum þar til nú hefur hann unnið fyrir sköttum, réttindum og lífeyrissparnaði.
Undanfarin 30 ár hefur unglingadrykkja á Íslandi hrunið. Árið 1995 höfðu 80% nemenda í 10. bekk drukkið áfengi og 65% orðið mjög drukkin, en í dag eru hlutföllin 32% og 12%.
Efling segir að svigrúm sé til 9,5% launahækkana í kjarasamningum, miðað við hagspá ársins. Hvað ef við skoðum svigrúmið frá gerð síðustu kjarasamninga?
Á sjöunda hundrað börn, 12 mánaða á eldri, bíða nú eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Biðin kostar hvert heimili að meðaltali 3,9 milljónir króna í tapaðar launatekjur.
Margt bendir til þess að staða heimila sé sterkari en haldið hefur verið fram og mun betri en búast hefði mátt við í heimsfaraldri. Kaupmáttur hefur aukist og engar vísbendingar eru um aukin vanskil heimila.
Miðað við staðreyndapróf Viðskiptaráðs eru kjósendur skarpari en stjórnmálamenn, en þeir svöruðu 6,22 spurningum af 13 rétt en meðalframbjóðandi svaraði aðeins 5,83 spurningum rétt.
Viðskiptaráð kynnir nýjan spurningaleik um vinnutíma, kaupmátt og annað sem snýr að vinnumarkaði. Leiknum er ætlað að fræða og vekja forvitni en umfram allt vera til skemmtunar.