Opinbert eftirlit stendur samkeppnishæfni Íslands fyrir þrifum. Íþyngjandi útfærslur hafa verið valdar auk þess sem fjöldi og umsvif eftirlitsstofnana eru mikil samanborið við grannríki. Tækifæri eru til að ná markmiðum eftirlits með hagkvæmari hætti. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á opinberu eftirlitsumhverfi á Íslandi.
Á Íslandi starfa um 3.750 manns hjá 50 opinberum stofnunum sem sinna eftirliti. Tæplega 2.200 manns starfa við eftirlit á borð við löggæslu, tollgæslu og eftirfylgni með greiðslu skatta og gjalda, en sú tegund eftirlits nefnist stjórnsýslueftirlit. Þá starfa um 1.600 manns við svokallað sérhæft eftirlit. Starfsfólk þeirra stofnana framfylgir afmörkuðum eftirlitsreglum sem beinast að fyrirtækjum og einstaklingum.
Eftirlitsstofnanir eru margar, umsvifamiklar og dýrar
Fyrirkomulag opinbers eftirlits er ekki eins og best verður á kosið. Algengast er að opinberum aðilum sé falið bæði reglusetningarvald og framkvæmd eftirlits þó svo að fleiri leiðir séu færar, t.d. útvistun eftirlits til faggiltra eftirlitsaðila. Í úttektinni kemur m.a. fram að:
Tíu tillögur að hagkvæmara eftirliti
Viðskiptaráð hefur mótað tíu tillögur að bættu fyrirkomulagi eftirlits sem auka hagkvæmni án þess draga úr samfélagslegum ábata. Þannig leiða þær til betri nýtingar skattfjár og aukins athafnafrelsis, sem er undirstaða verðmætasköpunar og bættra lífskjara til langs tíma litið. Tillögurnar eru í þremur flokkum:
Umfjöllun í fjölmiðlum:
Morgunblaðið: 3.750 starfsmenn í eftirliti
Morgunútvarp Rás2: Þórunn og Teitur um eftirlitsiðnaðinn
bjorn.is: Eftirlit og jöklaferðir
Uppfært 30. ágúst 2024 kl. 11:30
Umboðsmanni Alþingis bætt við sem "stjórnsýslueftirlitsstofnun" á mynd 1 og í viðauka 2.