Viðskiptaráð Íslands

Opinberar fasteignir - umfangsmesta einkavæðingin?

Yfir 100 gestir sóttu ráðstefnu um einkaframkvæmd sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík í gær. Ráðstefnan var samstarfsverkefni ýmissa aðila, en auk Viðskiptaráðs og Háskólans í Reykjavík komu að verkefninu Samtök atvinnulífsins, KPMG, Glitnir, Þyrping, Nýsir, ÍAV, Seltjarnarnesbær, Baugur, Sjóvá og Milestone.

Fjölmörg erindi voru flutt á ráðstefnunni. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, kynnt sýn stjórnmála á einkaframkvæmdir í næstu framtíð. Davíð Þorláksson, lögfræðingur, kynnti niðurstöður nýrrar skýrslu Viðskiptaráðs um mögulega einkavæðingu á fasteignum ríkisins. Sérfræðingar frá KPMG í Bretlandi kynntu skýrslu um árangur einkaframkvæmda þar í landi. Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri InPro, kynnti möguleika til aukinna einkaframkvæmda í heilbrigðismálum. Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla, lýsti sýn sinni á menntamál. Að lokum fór Halldór Benjamín Þorbergsson, hagfræðingur, yfir möguleika einkaframkvæmda í samgöngumálum.

Í kjölfar erinda voru pallborðsumræður þar sem frummælendur, ásamt Degi B. Eggertssyn og Árna Þór Sigurðssyni borgarfulltrúum, sátu fyrir svörum. Fundarstjóri var Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Skýrsluna Opinberar fasteignir - Umfangsmesta einkavæðingin? má nálgast hér

Tengt efni

The Icelandic Economy 2025

Hagkerfið dróst saman á síðasta ári eftir kröftugan hagvöxt árin á undan, en …
7. ágúst 2025

The Icelandic Economy – H1 2024

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan …
30. apríl 2024

Skýrsla Viðskiptaþings 2024

Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera og hvernig megi bæta þjónustu þess til …
8. febrúar 2024