Á blaðamannafundi núna í hádeginu kynntu fulltrúar alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company viðamikla úttekt á hagvaxtarmöguleikum Íslands. Verkefnið var upphaflega kynnt í ræðu Hreggviðs Jónssonar, formanns Viðskiptaráðs á Viðskiptaþingi í febrúar síðastliðnum þar sem gerð var grein fyrir því að McKinsey myndi ráðast í þessa úttekt. Sú vinna hefur staðið frá vori með viðamikilli gagnaöflun, rýni og viðtölum við fjölmarga aðila m.a. úr atvinnulífi, stjórnsýslu og háskólum.
Úttekt McKinsey er í grófum dráttum þrískipt. Í fyrsta lagi er farið ítarlega yfir helstu áskoranir íslensks efnahagslífs nú. Í öðru lagi eru drifkraftar hagkerfisins skoðaðir og dregið fram hvar helstu þröskuldar í vegi hagvaxtar liggja. Að lokum eru helstu hlutar í hagvaxtaráætlun Íslands dregnir saman ásamt tillögum að því hvernig megi hátta innleiðingu þeirra. Úttektin hefur að geyma margvíslegar gagnlegar og þarfar ábendingar um hvað betur megi fara í ranni atvinnulífs, stjórnsýslu og í hagkerfinu í heild.
Skýrsluna má nálgast á vef McKinsey og fréttatilkynningu fyrirtækisins má finna hér. Helstu þættir úttektarinnar eru eftirfarandi:
Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, sagði af þessu tilefni:
Úttekt McKinsey & Company gefur okkur einstaka innsýn í hve mikilvægt það er fyrir íslenskt hagkerfi að framtíðarsýn sé skýr og að áætlunargerð byggi á ítarlegri greiningu á raunverulegri stöðu atvinnulífs og hagkerfis. Nú liggur þessi greining fyrir að stórum hluta og gerir og kleift að taka ákvarðanir á grundvelli staðreynda.
Greiningin sem nú liggur fyrir sýnir okkur að tækifærin til úrbóta eru mýmörg. Í þeim efnum er okkur tamt að horfa til stjórnvalda og stjórnsýslu. En þó vinna McKinsey dragi fram veikleika í regluverki og áherslum stjórnmála, þá er ljóst að tækifærin liggja ekki síður á vettvangi atvinnulífs, hjá íslenskum fyrirtækjum. Þar sem margt má betur fara og brýnt að forsvarsmenn í íslenskra fyrirtækja bregðist við og vinni að úrbótum þar sem við á.
Nú er það okkar að nýta þessa góðu vinnu McKinsey og við eigum mikið undir því að okkur takist vel til. Við verðum að stíga upp úr núverandi farvegi, treysta samvinnu og móta stefnu og aðgerðir sem efla verðmætasköpun og bæta lífskjör Íslendinga til komandi ára. Það er mín skoðun að hugmyndir þær sem nú liggja fyrir um samstarfsvettvang hagsmunaaðila þar sem áhersla verður lögð á eftirfylgni við vinnu McKinsey, með áherslu á mótun hagvaxtarstefnu og útfærslu aðgerða, verði að ná fram að ganga.“