Viðskiptaráð Íslands

Ráðstefnu um einkaframkvæmd frestað

Fyrirhugaðri ráðstefna um einkaframkvæmd sem halda átti 22. mars hefur verið frestað. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík, Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs Íslands, KPMG, Glitnis, Þyrpingar, Nýsis, ÍAV, Seltjarnarnesbæjar, Baugs, Sjóvar og Milestone.

Markmið með ráðstefnunni er að vekja athygli á möguleikum einkaframkvæmdar á Íslandi til næstu framtíðar og kynna hugmynd að framtíðarsýn. Ráðstefnan er vettvangur umræðna um tækifærin á Íslandi, hvað vel hefur tekist erlendis, víti að varast og lykilatriði til árangurs.

Tilkynnt verður um breytta dagsetningu þegar upplýsingar um hana liggja fyrir.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024