Viðskiptaráð og SA hafa gefið út rit um stöðu og tækifæri til umbóta í menntun. Ritið ber heitið „Stærsta efnahagsmálið – Sóknarfæri í menntun“.
Þar kemur fram að þrátt fyrir að Ísland verji miklum fjármunum til menntakerfisins standi það höllum fæti gagnvart nágrannlöndum á lykilmælikvörðum. Árangur í alþjóðlegum samanburðarprófum er slakur og brottfall á framhaldsskólastigi með því hæsta sem þekkist.
Tillögum að úrbótum er skipt í þrjá kafla: árangur, valfrelsi og ráðdeild. Þar er m.a. lagt til eftirfarandi:
Fjallað var um helstu niðurstöður ritsins á fundi um menntamál sem haldinn var á Grand Hótel í dag, 9. október.