Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaráð styrkir rannsóknir í þágu menntunar og atvinnulífs

Viðskiptaráð Íslands hefur stofnsett nýjan sjóð sem ætlað er að efla íslenskt menntakerfi og atvinnulíf. Sjóðurinn mun styrkja einstaklinga sem stunda rannsóknir eða nýsköpun á þeim sviðum.

Stofnfé sjóðsins nemur 150 milljónum króna og styrkirnir nema frá 500 þúsund kr. upp í 2,5 milljónir kr. á hvert verkefni. Í dag var opnað fyrir styrkumsóknir í fyrsta skipti og mun úthlutun fara fram í september.

Styrkjunum er ætlað að auka samkeppnishæfni Íslands með því að efla rannsóknir og nýsköpun sem nýtast íslensku menntakerfi eða atvinnulífi. Markmið Viðskiptaráðs með styrkveitingunum er að auka skilvirkni og gæði íslensks menntakerfis og jafnframt efla þekkingu á forsendum aukinnar verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi.

Valnefnd sjóðsins tekur ákvörðun um fjölda og upphæð styrkja. Nefndina skipa Eggert Benedikt Guðmundsson, Gísli Hjálmtýsson og Ragnhildur Geirsdóttir.

Allir sem stunda rannsóknir eða nýsköpun sem styðja við markmið sjóðsins geta sótt um styrk. Styrkina má bæði nota til að mæta launakostnaði og útgjöldum sem tengjast viðkomandi verkefni. Umsóknarfrestur er til 16. ágúst og umsóknareyðublað má nálgast á þessari slóð.

Tengt efni

Björn Brynjúlfur í stjórn HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024