Viðskiptaráð Íslands

Stjórnarhættir fyrirtækja: leiðbeiningar

Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland hafa nú gefið út fimmtu útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.

Sækja leiðbeiningar

Nýr vefur með rafrænni útgáfu

Samhliða fimmtu útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja opnaði nýr vefur sem er tileinkaður leiðbeiningunum. Þar má nálgast rafræna útgáfu af leiðbeiningunum, tæmandi lista yfir breytingar frá fyrri útgáfu og ítarefni tengt stjórnarháttum. Rafræn útgáfa leiðbeininganna er gagnvirk og aðlagar sig að tölvum og snjalltækjum af ólíkum stærðum og gerðum.

Um breytingar í nýrri útgáfu

Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á leiðbeiningunum frá fjórðu útgáfu þeirra. Í endurskoðunarferlinu var lögð áhersla á að gera leiðbeiningarnar skýrari og notendavænni með almennum breytingum á formi, uppsetningu og orðalagi. Þá hefur verið bætt úr ýmsum ágöllum í takt við ábendingar frá notendum leiðbeininganna. Að lokum hafa tilmæli leiðbeininganna verið endurskoðuð með það að markmiði að þær henti íslensku atvinnulífi sem best en séu á sama tíma í samræmi við alþjóðlega staðla og þróun.

Sækja leiðbeiningar

Leiðbeiningarnar má panta með því að senda tölvupóst og kostar eintakið 2.900 kr.

Tengt efni

The Icelandic Economy – H1 2024

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan …

Skýrsla Viðskiptaþings 2024

Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera og hvernig megi bæta þjónustu þess til …
8. febrúar 2024

The Icelandic Economy – 4F 2023

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic …