Viðskiptaráð Íslands

Stjórnarhættir fyrirtækja - getum gert miklu betur!

Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík (Gullteigur A)

Stjornarhaettir_radstefna

Ráðstefnan fer fram á Grand Hótel Reykjavík (Gullteigur A), hún hefst klukkan 12 og stendur til 13.45. Verð er krónur 1.500 og er hádegisverður innifalinn.

Þriðjudaginn 25. maí næstkomandi standa Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Nasdaq OMX á Íslandi og rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands fyrir ráðstefnu um stjórnarhætti hérlendis. Ræðumenn á fundinum verða:

  • Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar - Stjórnarhættir fyrirtækja: hvað hefur verið gert?
  • Chris Pierce, forstjóri Global Governance Services Ltd. - Past, present and future corporate governance lessons
  • Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar - Hlutverk og starfshættir stjórna: erum við að gera réttu hlutina?

Með fundinum er ætlunin að minna á mikilvægi góðra stjórnarhátta innan fyrirtækja og stofnana hér á landi, en ofangreindir aðilar gáfu á síðasta ári út nýja og endurbætta útgáfu af leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Eftir erindi ræðumanna verða pallborðsumræður og þar sem m.a. verður rætt með hvaða hætti hægt er að koma að úrbótum í stjórnarháttum fyrirtækja. Í pallborðinu munu sitja:

  • Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta
  • Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri samskipta- og viðskiptaþróunar Auðar Capital
  • Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands
  • Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands
  • Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands

Frekari upplýsingar um rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands má nálgast hér.

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Skattadagurinn 2025

Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fer fram …
14. janúar 2025

Peningamálafundur 2024

Peningamálafundur Viðskiptaráðs verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica …
21. nóvember 2024