Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík (Gullteigur A)
Ráðstefnan fer fram á Grand Hótel Reykjavík (Gullteigur A), hún hefst klukkan 12 og stendur til 13.45. Verð er krónur 1.500 og er hádegisverður innifalinn.
Þriðjudaginn 25. maí næstkomandi standa Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Nasdaq OMX á Íslandi og rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands fyrir ráðstefnu um stjórnarhætti hérlendis. Ræðumenn á fundinum verða:
Með fundinum er ætlunin að minna á mikilvægi góðra stjórnarhátta innan fyrirtækja og stofnana hér á landi, en ofangreindir aðilar gáfu á síðasta ári út nýja og endurbætta útgáfu af leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Eftir erindi ræðumanna verða pallborðsumræður og þar sem m.a. verður rætt með hvaða hætti hægt er að koma að úrbótum í stjórnarháttum fyrirtækja. Í pallborðinu munu sitja:
Frekari upplýsingar um rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands má nálgast hér.