Viðskiptaráð Íslands

Einföldun regluverks enn ábótavant í frumvarpi um gististaði

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar um frumvarp um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Viðskiptaráð telur margt það sem fram kemur í frumvarpinu vera mjög til bóta. Ráðið gerir þó athugasemdir við ákveðna hluta frumvarpsins.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur eftirfarandi fram:

  • Af þeim atriðum frumvarpsins sem ráðið telur helst til bóta má nefna einföldun regluverks með því að aflétta leyfisskyldu í tilteknum flokkum og gera rekstrarleyfi ótímabundin.
  • Stjórnvöld eiga ekki að láta staðar numið við að fella niður leyfisskyldu einungis fyrir heimagistingar heldur einnig fyrir aðrar tegundir gistinga. Með þeim hætti er regluverki létt af gistiþjónustu í heild sinni án þess að stjórnvöld geri ákveðið fyrirkomulag gistiþjónustu hagfelldara en önnur.
  • Sú krafa sem lögð er á aðila með skráða heimagistingu um að þeir skili nýtingaryfirliti til sýslumanns telur Viðskiptaráð vera óþarflega íþyngjandi og gangi gegn markmiði frumvarpsins um einföldun regluverks.

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024