Viðskiptaráð Íslands

Lög um ársreikninga

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um drög að frumvarpi til nýrra laga um ársreikninga. Í umsögninni kemur fram að ráðið telji margt það sem fram kemur í frumvarpsdrögunum vera til bóta. Ber þar helst að nefna einföldun regluverks gagnvart smærri fyrirtækjum. Í umsögn sinni gerir Viðskiptaráð þó athugasemdir við ákveðna hluta frumvarpsdraganna. 

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Í nýrri stærðarflokkun félaga í frumvarpsdrögunum er skilgreining á örfélögum mun þrengri en skilgreining örfélaga í tilskipuninni sem ætlunin er að innleiða. Að mati Viðskiptaráðs ættu sömu viðmið að gilda fyrir örfélög á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Þannig myndu fleiri félög hér á landi njóta þeirrar einföldunar sem regluverkið býður upp á.
  • Viðskiptaráð telur rétt að nýtt verði heimild tilskipunarinnar til að undanskilja örfélög frá skyldunni til að skila ársreikningum til opinberrar birtingar.
  • Í frumvarpsdrögunum er lögð til takmörkun á heimildum til útgreiðslu arðs á grundvelli breytinga á virðismati fjárfestingareigna. Viðskiptaráð telur breytinguna vera afar íþyngjandi og ekki í samræmi við ákvæði tilskipunarinnar. Nái frumvarpið fram að ganga í óbreyttri mynd mun það hafa veruleg áhrif á íslensk fyrirtæki, sér í lagi fasteignafélögin.
  • Viðskiptaráð gerir einnig athugasemdir við þær breytingar sem lagðar eru til á viðurlagaákvæðum ársreikningalaga og leggur til að þær verði endurskoðaðar.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024