23. janúar 2019
Viðskiptaráð Íslands hefur skilað umsögn um Hvítbók um framtíðarsýn um fjármálakerfið. Ráðið tekur í meginatriðum undir þá framtíðarsýn og meginstoðir sem fram koma í hvítbókinni og hvetur stjórnvöld til að setja vinnu um nauðsynlegar breytingar og nánari skoðun þeirra atriða sem koma til álita ofarlega í forgang. Ekki hefur gefist ráðrúm til að leggja heildstætt mat á allar tillögur og það sem fram kemur í hvítbókinni en að þessu sinni vill Viðskiptaráð leggja áherslu á og ítreka eftirfarandi atriði.
- Gott regluverk og eftirlit, sem ekki er of íþyngjandi, eru lyklarnir að traustu fjármálakerfi.
- Lækka þarf og helst afnema bankaskatt, innflæðishöft eiga að að jafnaði ekki að vera til staðar.
- Grípa þarf til aðgerða til að auka skilvirkni íslensks verðbréfamarkaðar. Skoða ætti að bjóða skattafslátt til fjárfestingar séreignarsparnaðar í verðbréfum.
- Íbúðalánasjóður ætti að renna inn í einhvern eða einhverja viðskiptabankanna og að hluta inn í ráðuneyti.
- Ríkið á að setja sér skýra stefnu og áætlun um að selja þá banka sem eru í hans eigu með varfærni og arðsemi að leiðarljósi.
Lesa umsögn í heild sinni