Viðskiptaráð Íslands

Fjölbreytileiki: Árvekniátak Viðskiptaráðs Íslands

Viðskiptaráð Íslands kynnir til leiks árvekniátak um fjölbreytileika.

Aukin fjölbreytni er stórt hagsmunamál fyrir viðskiptalífið á Íslandi, hvort heldur sem er í stjórnum, framkvæmdastjórnum eða meðal starfsmanna. Af þeim sökum var fjölbreytnihópur Viðskiptaráðs stofnaður með það að markmiði að stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi hér á landi í mannauði og rekstrarformi. Í vinnu hópsins urðu til tvenns konar afurðir; myndbandaröð um fjölbreytileika í sinni víðustu mynd og lotukerfi fjölbreytileikans að bandarískri fyrirmynd - staðfært yfir á íslenskan raunveruleika árið 2019.

Nánari upplýsingar má fá hjá Védísi Hervöru Árnadóttur, verkefnastýru átaksins.

Myndböndin í heild sinni má sjá hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024