Viðskiptaráð Íslands

Frumvarpi um vátryggingastarfsemi ábótavant

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til nýrra laga um vátryggingastarfsemi. Viðskiptaráð telur að ekki eigi að innleiða regluverk hérlendis með meira íþyngjandi hætti en nauðsyn krefur til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands nema að baki því sé fullnægjandi rökstuðningur.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur m.a.eftirfarandi fram:

  • Innleiðing reglna með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er hefur slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og er til þess fallið að skerða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja.
  • Mikilvægt er að ekki séu gerðar kröfur sem takmarka möguleika einstaklinga til stjórnarsetu í vátryggingafélagi, ef ekki er kveðið á um þær í tilskipuninni.

Tengt efni

FuelEU grafi undan samkeppnishæfni Íslands

Viðskiptaráð telur að innleiðing FuelEU Maritime reglugerðar ESB muni leggja …
13. janúar 2026

Lagaumgjörð um lagareldi styðji við áframhaldandi vöxt

Viðskiptaráð fagnar endurskoðun laga um lagareldi. Skýr og fyrirsjáanleg löggjöf …
16. desember 2025

Fyrstu kaupendum beint í dýrara húsnæði

Viðskiptaráð geldur varhug við frumvarpi til breytinga á húsnæðislögum, sem …
15. desember 2025