Viðskiptaráð Íslands

Frumvarpi um vátryggingastarfsemi ábótavant

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til nýrra laga um vátryggingastarfsemi. Viðskiptaráð telur að ekki eigi að innleiða regluverk hérlendis með meira íþyngjandi hætti en nauðsyn krefur til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands nema að baki því sé fullnægjandi rökstuðningur.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur m.a.eftirfarandi fram:

  • Innleiðing reglna með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er hefur slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og er til þess fallið að skerða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja.
  • Mikilvægt er að ekki séu gerðar kröfur sem takmarka möguleika einstaklinga til stjórnarsetu í vátryggingafélagi, ef ekki er kveðið á um þær í tilskipuninni.

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024