Viðskiptaráð Íslands

Frumvarp um þunna eiginfjármögnun

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt nr. 90/2003 (15. mál). Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái ekki fram að ganga að þessu sinni.

Í grunninn er Viðskiptaráð sammála flutningsmönnum frumvarps þessa hvað varðar mikilvægi þess að taka á háttsemi sem skekkir samkeppnisstöðu fyrirtækja og rýrir skattstofna ríkisins. Þó má nefna að óvíst er að hvaða leyti sérstakar reglur um þunna eiginfjármögnun taka fyrir þessi atriði enda nálgun ríkja í þessum efnum æði misjöfn.

Þá má jafnframt geta þess að reglur um þunna eiginfjármögnun snerta marga aðra þætti skattalöggjafar líkt og reifað er í tillögum starfshóps fjármálaráðherra, sem vísað er til í frumvarpinu. Var þar m.a. nefnt að skilgreina þyrfti hugtakið samstæða, endurskoða þyrfti vaxtaskilgreiningu tekjuskattslaga í heild, skoða ákvæði staðgreiðslulaga fjármagnstekjuskatts og laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, auk þess að hafa hliðsjón af niðurstöðum starfshóps um afleiðuviðskipti. 

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér.

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024