Viðskiptaráð Íslands

Heimagistingarfrumvarp skerðir samningsfrelsi leigjenda

  • Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007. Athugasemdir ráðsins snúa fyrst og fremst að 1. gr. þess frumvarps sem nú er í samráði.

    Viðskiptaráð telur að jafnræði eigi að ríkja á markaði um gistingu meðal þeirra sem bjóða slíka þjónustu hvort sem um ræðir hótel, skammtímagistingu eða aðra tegund gistingar og kallar eftir almennri endurskoðun á regluverki veitinga- og gististaða, með það að leiðarljósi að einfalda það. Viðskiptaráð telur frumvarp þetta ekki falla að þeirri grundvallarhugsun heldur skerðir það samningsfrelsi leigjenda umfram aðra hópa.

    Helstu atriðin sem Viðskiptaráð vill koma á framfæri eru eftirfarandi:

    • Ekki er rétt að takmarka heimild til útleigu í heimagistingu alfarið við eignarhald

    • Rökstuðningur fyrir takmörkuninni er þunnur og umfang þess vanda sem á að leysa óþekkt

    • Markmiði frumvarpsins mætti ná fram með hóflegri aðgerðum

    • Með frumvarpinu er möguleikum leigjenda á að bjóða húsnæði til heimagistingar útrýmt

    • Viðskiptaráð gerir athugasemdir við knappan samráðstíma um málið

Lesa umsögn

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024