Viðskiptaráð Íslands

Samvinnuleið og hagkvæmni í samgöngumálum

Viðskiptaráð hefur sent inn umsögn um samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára. Ráðið hefur talað fyrir því, t.d. í fyrri umsögnum um samgönguáætlanir, að auka þurfi kraft í fjárfestingum í innviðum og því er jákvætt að framkvæmdum sé flýtt og meiri kraftur settur í uppbyggingu, einkum þar sem efnahaghorfur eru tvísýnar. Í víðara samhengi er einnig jákvætt að stjórnvöld haldi áfram á þeirri vegferð að horfa til lengri tíma á uppbyggingu innviða þannig að henni sé forgangsraðað með sem hagkvæmustum hætti. Framfaraskref hafa orðið á því á undanförnum árum, t.d. með því að samgönguáætlun til fimm ára er fjármögnuð í fjármálaáætlun. Þó má gera enn betur í uppbyggingu samgangna og vill Viðskiptaráð þá benda á eftirtalin þrjú atriði:

  1. Verður næg uppbygging næstu áratugi?
  2. Fögnum og hvetjum til frekara samstarfs við einkaaðila með samvinnuleið
  3. Söknum greiningar á og forgangsröðun verkefna eftir þjóðhagslegri hagkvæmni

Lesa umsögn í heild sinni

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024