Viðskiptaráð Íslands hefur skilað umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð. Með því skapast grundvöllur fyrir að laun ráðamanna og þeirra sem áður féllu undir kjararáð fylgi almennri launaþróun án þess að hætta sé á upplausn á vinnumarkaði. Í meginatriðum er Viðskiptaráð því fylgjandi frumvarpinu en engu að síður eru tvö atriði sem ráðið vill benda á sem taka þarf tillit til og eitt atriði sem ráðið leggst gegn.