Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn um drög að breytingu á reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla. Um er að ræða tvær breytingar á reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla. Að mati ráðsins er önnur reglugerðarbreytingin til bóta en hin ekki. Um báðar breytingarnar má þó segja að skortur á rökstuðningi við þær er ámælisverður.