Viðskiptaráð Íslands

Meiri kröfur um upplýsingar í lyfjaauglýsingum hérlendis

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarráðuneytisins vegna draga að reglugerð um lyfjaauglýsingar. Með reglugerðinni er meðal annars brugðist við þeirri breytingu á lyfjalögum sem tók gildi 1. nóvember sl. og heimilar auglýsingar lausasölulyfja í sjónvarpi.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Í drögum að nýrri reglugerð um lyfjaauglýsingar eru gerðar mun umfangsmeiri kröfur um upplýsingar í lyfjaauglýsingum en samkvæmt tilskipuninni sem reglurnar byggja á.
  • Að mati Viðskiptaráðs er í flestum tilfellum nægjanlegt að í auglýsingu komi fram tilvísun í lyfseðil sem fylgir viðkomandi lyfi.
  • Viðskiptaráð telur rétt að tekið sé tillit til þess á hvaða miðli er auglýst. Óraunhæft er að koma að þeim upplýsingum sem gerð er krafa um í auglýsingum í sjónvarpi og útvarpi.

Viðskiptaráð leggst gegn því að hér á landi verði settar reglur sem eru meira íþyngjandi en nauðsynlegt er til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands.

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024