Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarráðuneytisins vegna draga að reglugerð um lyfjaauglýsingar. Með reglugerðinni er meðal annars brugðist við þeirri breytingu á lyfjalögum sem tók gildi 1. nóvember sl. og heimilar auglýsingar lausasölulyfja í sjónvarpi.
Umsögnina má í heild sinni nálgast hér
Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:
Viðskiptaráð leggst gegn því að hér á landi verði settar reglur sem eru meira íþyngjandi en nauðsynlegt er til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands.