Viðskiptaráð Íslands

Meiri kröfur um upplýsingar í lyfjaauglýsingum hérlendis

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarráðuneytisins vegna draga að reglugerð um lyfjaauglýsingar. Með reglugerðinni er meðal annars brugðist við þeirri breytingu á lyfjalögum sem tók gildi 1. nóvember sl. og heimilar auglýsingar lausasölulyfja í sjónvarpi.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Í drögum að nýrri reglugerð um lyfjaauglýsingar eru gerðar mun umfangsmeiri kröfur um upplýsingar í lyfjaauglýsingum en samkvæmt tilskipuninni sem reglurnar byggja á.
  • Að mati Viðskiptaráðs er í flestum tilfellum nægjanlegt að í auglýsingu komi fram tilvísun í lyfseðil sem fylgir viðkomandi lyfi.
  • Viðskiptaráð telur rétt að tekið sé tillit til þess á hvaða miðli er auglýst. Óraunhæft er að koma að þeim upplýsingum sem gerð er krafa um í auglýsingum í sjónvarpi og útvarpi.

Viðskiptaráð leggst gegn því að hér á landi verði settar reglur sem eru meira íþyngjandi en nauðsynlegt er til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands.

Tengt efni

Afhúðun á umhverfismati framkvæmda og áætlana

Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytið hefur lagt fram fyrsta frumvarpið sem …
17. september 2024

Ný sjálfbærnitilskipun hefur áhrif á flestöll fyrirtæki

Ný tilskipun Evrópusambandsins um sjálfbærnireikningsskil mun hafa áhrif á …
10. september 2024

Þríþættar framfarir en alvarlegur annmarki

Ný frumvarpsdrög mennta- og barnamálaráðuneytisins um námsmat fela í sér …
3. september 2024