Viðskiptaráð Íslands

Misheppnuð tilraun til að draga úr ókostum verðtryggingar

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um vexti og verðtryggingu þar sem lagt er til að miðað sé við vísitölu neysluverðs án húsnæðis við útreikninga á verðtryggðum lánum og sparnaði. Verðtryggingu fylgja ýmsir ókostir og því er góðra gjalda vert að leita leiða til að draga úr þeim. Frumvarpið er hins vegar ekki til þess fallið að draga úr ókostum verðtryggingar og fyrir því eru einkum þrjár ástæður:

  1. Sagan sýnir að verðbólga án húsnæðisliðar er mun sveiflukenndari sem þýðir að lán og greiðslubyrði verðtryggðra lána myndi sömuleiðis vera sveiflukenndari.
  2. Líklegt er að verðtryggðir vextir myndu hækka og þannig þurrka út þann ávinning sem heimili kunna að hafa.
  3. Ef horft er rúmlega 10 ár aftur í tímann er greinilegt að breytingin gæti verið bjarnargreiði við skuldara.

Hér má lesa umsögnina í heild sinni

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024