Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um vexti og verðtryggingu þar sem lagt er til að miðað sé við vísitölu neysluverðs án húsnæðis við útreikninga á verðtryggðum lánum og sparnaði. Verðtryggingu fylgja ýmsir ókostir og því er góðra gjalda vert að leita leiða til að draga úr þeim. Frumvarpið er hins vegar ekki til þess fallið að draga úr ókostum verðtryggingar og fyrir því eru einkum þrjár ástæður: