Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera og hvernig megi bæta þjónustu þess til lengri tíma litið. Þar er farið yfir stofnanaumhverfið á Íslandi, hvernig reglubyrðin hefur þróast hér á landi og áhrifin af því, hvaða verkefni hið opinbera sinnir og þau stóru stuðningskerfi sem það stendur undir.
Árið 2022 velti hið opinbera um 1650 ma.kr. sem þýðir að hið opinbera ráðstafar tæplega annarri hverri krónu sem verður til í hagkerfinu. Hlutfallið hefur vaxið jafnt og þétt, allt frá lýðveldisstofnun, þegar um fimmta hver króna fór um hendur hins opinbera. Í ljósi umfangs ríkis og sveitarfélaga er rétt að rýna hvernig þessum fjármunum er varið, hvar og hvernig megi gera betur og hvort hið opinbera þurfi að sinna öllum þeim verkefnum sem það hefur nú á sinni könnu.
Viðskiptaráð leggur til að: