Viðskiptaráð Íslands

Skýrsla Viðskiptaþings 2024

Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera og hvernig megi bæta þjónustu þess til lengri tíma litið. Þar er farið yfir stofnanaumhverfið á Íslandi, hvernig reglubyrðin hefur þróast hér á landi og áhrifin af því, hvaða verkefni hið opinbera sinnir og þau stóru stuðningskerfi sem það stendur undir.

Árið 2022 velti hið opinbera um 1650 ma.kr. sem þýðir að hið opinbera ráðstafar tæplega annarri hverri krónu sem verður til í hagkerfinu. Hlutfallið hefur vaxið jafnt og þétt, allt frá lýðveldisstofnun, þegar um fimmta hver króna fór um hendur hins opinbera. Í ljósi umfangs ríkis og sveitarfélaga er rétt að rýna hvernig þessum fjármunum er varið, hvar og hvernig megi gera betur og hvort hið opinbera þurfi að sinna öllum þeim verkefnum sem það hefur nú á sinni könnu.

Viðskiptaráð leggur til að:

  • Atvinnulífinu verði búin skilvirk umgjörð og að regluverk sé ekki óþarflega íþyngjandi.
  • Stjórnvöld láti af gullhúðun EES-reglna og tryggi að íslensk fyrirtæki standi jafnfætis erlendum samkeppnisaðilum.
  • Hið opinbera rýni stofnanaumhverfið hér á landi með það fyrir augum að auka skilvirkni og hagkvæmni kerfisins.
  • Hið opinbera beiti faggildingum í meira mæli til að virkja einkaaðila í eftirliti með atvinnustarfsemi.
  • Fyrirsjáanleiki í álagningu opinberra gjalda verði aukinn.
  • Hið opinbera láti af rekstri þar sem það er í samkeppni við einkaaðila og skoði hvar hagkvæmt sé að nýta krafta einkaframtaksins á mörkuðum þar sem er markaðsbrestur.
  • Einkaaðilum verði í auknu mæli gert kleift að veita heilbrigðisþjónustu.
  • Heilbrigðiskerfið fylgi þróun í heilbrigðistækni og innleiði hagkvæmar tæknilausnir.
  • Hið opinbera bregðist við mikilli útgjaldaaukningu til almannatryggingakerfsins með því að innleiða starfsgetumat og auðvelda atvinnuþátttöku þeirra sem hafa getu og vilja til.

Skýrsla Viðskiptaþings.

Tengt efni

The Icelandic Economy – H1 2024

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan …

The Icelandic Economy – 4F 2023

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic …

The Icelandic Economy 3F 2023

Ársfjórðungslega útgáfa Viðskiptaráðs um íslenskt efnahagslíf í víðu samhengi