Viðskiptaráð Íslands

Óheppilegt fyrirkomulag gjaldtöku í frumvarpi um ferðamannastaði

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar um frumvarp til breytingar á sveitarstjórnarlögum. Með frumvarpinu er lagt til að sveitarstjórnum verði heimilað að leyfisskylda og innheimta leyfisgjald fyrir fénýtingu náttúrufyrirbrigða og ferðamannastaða. Fé það sem innheimt er við leyfisútgáfu skal renna til uppbyggingar á stöðunum sjálfum.

Viðskiptaráð styður hugmyndir um gjaldtöku á ferðamannastöðum en telur að sú leið sem lögð er til í frumvarpinu sé ekki heppileg.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Samkvæmt frumvarpinu er ekki lögð til gjaldtökuheimild á ferðamannastöðunum sjálfum heldur beinist gjaldtakan að skipulögðum hópferðum á tiltekna staði þar sem þriðji aðili hagnast á nýtingu staðar sem hann á ekki beina aðild að.
  • Gjaldið leggst ekki á þá sem njóta upplifunarinnar – ferðamennina sjálfa – heldur á þá aðila sem ferja ferðamenn á viðkomandi staði. Þannig skapast misræmi á milli þeirra sem sækja ferðamannastaði á eigin vegum og þeirra sem nýta sér skipulagðar hópferðir.
  • Það er mat Viðskiptaráðs að blönduð leið gjaldtöku skili mestum árangri til lengri tíma. Sú leið hefur áhrif á eftirspurn og þar með streymi ferðamanna. Þá skapar hún sterkari forsendur til nýsköpunar og uppbyggingu nýrra ferðamannastaða sem hvort tveggja er til þess fallið að auka þá verðmætasköpun sem hlýst af heimsóknum ferðamanna á ferðamannastaði landsins.

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024