Reglur um vátryggingastarfsemi íþyngjandi

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna draga að frumvarpi til nýrra laga um vátryggingastarfsemi. Ráðið gerir í umsögn sinni margvíslegar athugasemdir við drögin.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Þar kemur eftirfarandi fram:

  • Innleiðing reglna með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er hefur slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og er til þess fallin að skerða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja.
  • Brýnt er að ekki séu gerðar kröfur, m.a. til hæfis eða óhæðis stjórnarmanna, sem takmarka möguleika einstaklinga til stjórnarsetu í vátryggingafélagi, ef ekki er kveðið á um þær í tilskipuninni.
  • Viðskiptaráð telur ekki rétt að takmarka arðgreiðslur vátryggingafélaga umfram það sem kveðið er á um í tilskipuninni.
  • Þá leggst ráðið gegn gegn því að viðmið fyrir lágmarksfjármagn vátryggingafélaga verði hærri hérlendis en tilskipunin kveður á um.

Tengt efni

Gullhúðun og refsigleði í nýjum markaðssetningarlögum

Þingið hefur til umfjöllunar frumvarp til nýrra markaðssetningarlaga sem er ...
5. jún 2024

Keppni án verðlauna

Við fáum engin verðlaun fyrir að vera kaþólskari en páfinn
12. júl 2023

Umsögn breytingar á lögum um endurskoðun og ársreikninga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA og SFF um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ...