Viðskiptaráð Íslands

Reglur um vátryggingastarfsemi íþyngjandi

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna draga að frumvarpi til nýrra laga um vátryggingastarfsemi. Ráðið gerir í umsögn sinni margvíslegar athugasemdir við drögin.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Þar kemur eftirfarandi fram:

  • Innleiðing reglna með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er hefur slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og er til þess fallin að skerða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja.
  • Brýnt er að ekki séu gerðar kröfur, m.a. til hæfis eða óhæðis stjórnarmanna, sem takmarka möguleika einstaklinga til stjórnarsetu í vátryggingafélagi, ef ekki er kveðið á um þær í tilskipuninni.
  • Viðskiptaráð telur ekki rétt að takmarka arðgreiðslur vátryggingafélaga umfram það sem kveðið er á um í tilskipuninni.
  • Þá leggst ráðið gegn gegn því að viðmið fyrir lágmarksfjármagn vátryggingafélaga verði hærri hérlendis en tilskipunin kveður á um.

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024