Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Viðskiptaráð fagnar frumvarpinu og tekur undir að eyða þurfi óvissu um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar.
Viðskiptaráð fagnar frumvarpinu og tekur undir sjónarmið sem fram koma í greinargerð um nauðsyn þess að þeirri óvissu sem nú ríkir um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar og annarra framkvæmda í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2457/2024 verði eytt. Líkt og Viðskiptaráð hefur bent á í fyrri umsögnum telur ráðið nauðsynlegt að taka af allan vafa um að 18. gr. laganna veiti Umhverfis- og orkustofnun viðhlítandi lagastoð til að heimila breytingar á vatnshloti vegna vatnsaflsvirkjana.
Enn fremur styður ráðið efni frumvarpsins um breytingar á 34. gr. raforkulaga um flýtimeðferð og breytingar á 2. mgr. 18. gr. laganna um að skilyrði teljist uppfyllt ef um sé að ræða virkjunarframkvæmd sem falli undir orkunýtingarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Eins að framkvæmdir háðar leyfi Umhverfis- og orkustofnunar feli jafnframt í sér heimild til breytinga á vatnshloti. Ætti þetta að stuðla að framgangi virkjanaframkvæmda sem þegar hefur náðst sátt um í rammaáætlun.
Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til frekari einföldunar á leyfisveitingaferli vegna virkjanaframkvæmda og vísar í því sambandi til fyrri umsagna.
Umsögnina í heild sinni má lesa hér.