Viðskiptaráð Íslands

Sameining án hagræðingar?

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Frumvarpið felur í sér sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs í eina stofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Markmiðið með umræddri sameiningu er að efla stjórnsýslu, stefnumótun og framkvæmd húsnæðis- og mannvirkjamála hér á landi, skerpa á stjórnsýslu byggingarframkvæmda, hagræða í rekstri hins opinbera með samþættingu verkefna og fækkun stofnana.

Viðskiptaráð styður í sjálfu sér að horft sé til sameiningar og samlegðar milli stofnana sem vinna að húsnæðismálum. Engu að síður telur ráðið erfitt að sjá hvernig umrædd breyting muni skila hagræðingu og telur nauðsynlegt að huga betur að útfærslunni. Ráðið hefur oft bent á að Íbúðalánasjóður sé barn síns tíma, en með frumvarpinu virðist ekki hafa verið dreginn nauðsynlegur lærdómur af starfsemi hans. Helstu atriði sem koma fram í umsögninni eru:

  • Ítrekun á fyrri umsögn um Íbúðalánasjóð
  • Fögnum sameiningu og rafrænni byggingargátt en söknum hagræðingar
  • Setjum spurningarmerki við að húsnæði sé óháð efnahag
  • Stofnun ÍL-sjóðs verkur upp spurningar og óljóst hvernig það dregur úr áhættu ríkisins
  • Við hvetjum til að húsnæðisstuðningur sé við framboðshlið frekar en eftirspurnarhlið húsnæðismarkaðsins. Það er þó eitt og sér ekki nægjanlegt til að tryggja virkni markaðarins.
  • Höfum efasemdir um boðuð hlutdeildarlán

Lesa umsögn

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024