Viðskiptaráð Íslands

Breyting á lögum um 40 stunda vinnuviku

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsókn til velferðarnefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku  nr. 88/1971 (19. mál). Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái fram að ganga að teknu tilliti til neðangreindrar athugasemdar.

Viðskiptaráð tekur undir með flutningsmönnum frumvarps þessa að núverandi skipan mála með þónokkrum stökum frídögum yfir árið sé til óhagræðis fyrir launafólk, fjölskyldur þeirra og atvinnurekendur. Líkt og kemur fram í umsögn Samtaka atvinnulífsins við 324. þingmál þá hefur margoft komið fram að flutningur frídaga nýtur almenns stuðnings og því engin ástæða að bíða frekar með breytingar. Þar kemur þó jafnframt fram að skoða þurfi sérstaklega hvort fjölgun frídaga sé heppileg út frá auknum launakostnaði með samsvarandi tapi vegna minni framleiðni og þjónustu. 

Umsögnina í heild sinni má nálgast hér.

Tengt efni

Mikilvægt að hraða endurskoðun laga um rammaáætlun

Viðskiptaráð ítrekar þá afstöðu sína að lög um verndar- og orkunýtingaráætlun, …
30. september 2024

Afhúðun á umhverfismati framkvæmda og áætlana

Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytið hefur lagt fram fyrsta frumvarpið sem …
17. september 2024

Ný sjálfbærnitilskipun hefur áhrif á flestöll fyrirtæki

Ný tilskipun Evrópusambandsins um sjálfbærnireikningsskil mun hafa áhrif á …
10. september 2024