Viðskiptaráð Íslands hefur sent inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Landsvirkjun nr. 42/1983 (16. mál). Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái fram að ganga.
Viðskiptaráð tekur undir mikilvægi þess að Landsvirkjun verði sett eigendastefna af hálfu ríkisins. Á þessu var m.a. tæpt í skýrslu ráðsins á síðasta Viðskiptaþingi núna í febrúar. Eins og rakið er í frumvarpinu er það bæði til hagsbóta fyrir fyrirtækin sjálf sem og ríkið, sem eiganda þeirra, að slíkri stefnu sé til að dreifa. Þá skapar slík stefna jafnframt sýn til lengri tíma og þar með vissu á markaði sem er til hagsbóta fyrir t.a.m. samkeppnisaðila opinberra fyrirtækja og viðskiptavini þeirra.