Viðskiptaráð Íslands

Breytingar á lögum um verslun og áfengi

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingar á lögum um verslun og áfengi nr. 8672011 (156. mál). Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái ekki fram að ganga.

Heilt yfir tekur Viðskiptaráð undir ítarlega umsögn Félags atvinnurekenda um frumvarp þetta. Þar er farið gaumgæfilega yfir ákveðna annmarka á frumvarpinu hvað varðar samspil þess við EES rétt, stjórnarskrá lýðveldisins og þann dóm EFTA dómstólsins sem ætlunin er að bregðast við með frumvarpinu. Óþarft er að tíunda þessa þætti hér heldur látið nægja að hvetja nefndina til að ígrunda vel athugasemdir FA enda umfang þeirra slíkt að frumvarpið virðist vera illa hæft til þinglegrar afgreiðslu.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér.

Tengt efni

FuelEU grafi undan samkeppnishæfni Íslands

Viðskiptaráð telur að innleiðing FuelEU Maritime reglugerðar ESB muni leggja …
13. janúar 2026

Lagaumgjörð um lagareldi styðji við áframhaldandi vöxt

Viðskiptaráð fagnar endurskoðun laga um lagareldi. Skýr og fyrirsjáanleg löggjöf …
16. desember 2025

Fyrstu kaupendum beint í dýrara húsnæði

Viðskiptaráð geldur varhug við frumvarpi til breytinga á húsnæðislögum, sem …
15. desember 2025