Viðskiptaráð Íslands

Breytingar á lögum um verslun og áfengi

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingar á lögum um verslun og áfengi nr. 8672011 (156. mál). Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái ekki fram að ganga.

Heilt yfir tekur Viðskiptaráð undir ítarlega umsögn Félags atvinnurekenda um frumvarp þetta. Þar er farið gaumgæfilega yfir ákveðna annmarka á frumvarpinu hvað varðar samspil þess við EES rétt, stjórnarskrá lýðveldisins og þann dóm EFTA dómstólsins sem ætlunin er að bregðast við með frumvarpinu. Óþarft er að tíunda þessa þætti hér heldur látið nægja að hvetja nefndina til að ígrunda vel athugasemdir FA enda umfang þeirra slíkt að frumvarpið virðist vera illa hæft til þinglegrar afgreiðslu.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér.

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024