Viðskiptaráð Íslands

Lagafrumvarp um stimpilgjald

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um stimpilgjald (4. mál).

Þrátt fyrir að Viðskiptaráð sé almennt mótfallið stimpilgjöldum þá er rétt að fagna frumvarpi þessu enda um heildstæða nálgun á viðfangsefnið að ræða þar sem gangskör er gert í átt að einföldun kerfisins og aukinni skilvirkni.

Þó má nefna að fjórföldum stimpilgjalds á lögaðila vegna eignayfirfærslna er verulega brött hækkun og talsvert umfram það sem gildir í Danmörku, þaðan sem löggjöf okkar er upprunalega fengin skv. upplýsingum undirritaðs. Heppilegt væri ef nefndin myndi rýna nánar þennan þátt frumvarpsins. 

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér.

Tengt efni

FuelEU grafi undan samkeppnishæfni Íslands

Viðskiptaráð telur að innleiðing FuelEU Maritime reglugerðar ESB muni leggja …
13. janúar 2026

Lagaumgjörð um lagareldi styðji við áframhaldandi vöxt

Viðskiptaráð fagnar endurskoðun laga um lagareldi. Skýr og fyrirsjáanleg löggjöf …
16. desember 2025

Fyrstu kaupendum beint í dýrara húsnæði

Viðskiptaráð geldur varhug við frumvarpi til breytinga á húsnæðislögum, sem …
15. desember 2025