Viðskiptaráð Íslands

Lagafrumvarp um stimpilgjald

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um stimpilgjald (4. mál).

Þrátt fyrir að Viðskiptaráð sé almennt mótfallið stimpilgjöldum þá er rétt að fagna frumvarpi þessu enda um heildstæða nálgun á viðfangsefnið að ræða þar sem gangskör er gert í átt að einföldun kerfisins og aukinni skilvirkni.

Þó má nefna að fjórföldum stimpilgjalds á lögaðila vegna eignayfirfærslna er verulega brött hækkun og talsvert umfram það sem gildir í Danmörku, þaðan sem löggjöf okkar er upprunalega fengin skv. upplýsingum undirritaðs. Heppilegt væri ef nefndin myndi rýna nánar þennan þátt frumvarpsins. 

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér.

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024