Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð Íslands (samtökin) hafa skilað inn umsögn og koma á framfæri athugasemdum um breytingar á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993 (ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins), mál nr. 787 á 154. löggjafarþingi. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á stjórnsýslulögum sem fela í sér heimildir sjálfstæðra stjórnsýslunefnda til að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins.