Viðskiptaráð Íslands

Októberfest

Staðsetning: Jómfrúin, Lækjargötu

Októberfest - þýskir dagar í íslenskum bakaríum 1. - 15. október

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið og Landssamband bakarameistara, LABAK, standa fyrir kynningu á þýskum brauðum og kökum í bakaríum fyrri hluta októbermánaðar, undir kjörorðinu „Októberfest - þýskir dagar í íslenskum bakaríum.“ 

Átakið hefst formlega, kl. 15:00 laugardaginn 1. október næstkomandi, með móttöku fyrir boðsgesti í anda „Októberfest“ í Þýskalandi. Opnunarhátíðin fer fram í veislutjaldi í portinu á bak við Jómfrúna við Lækjargötu.  Formaður LABAK ávarpar gesti og þýski sendiherrann flytur ávarp og setur þýsku dagana formlega. Veitingar að þýskum sið í boði.

Tengt efni

Viðskiptaþing 2026

Viðskiptaþing 2026 fer fram 12. febrúar í Borgarleikhúsinu og er einn stærsti …
12. febrúar 2026

Aðalfundur 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
10. febrúar 2026

Skattadagurinn 2026

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins verður …
15. janúar 2026