Viðskiptaráð Íslands

Sjálf­bærni­skýrsla árs­ins 2022

Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veita viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022.

Frá árinu 2018 hafa Viðskiptaráð, Stjórnvísi og Festa verðlaunað bestu sjálfbærniskýrslur íslenskra fyrirtækja. Viðurkenninguna hlýtur fyrirtæki eða stofnun sem birtir upplýsingar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð sína með markvissum og vönduðum hætti. Skýrslan getur verið í formi vefsíðu, rafræns skjals eða öðrum hætti sem hentar þeim sem hún á erindi við, s.s. fjárfestum, viðskiptavinum, samstarfsaðilum, yfirvöldum og/eða almenningi.

Verðlaun fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022 (uppgjör ársins 2021) verða veitt þriðjudaginn 7. júní 2022. Athöfnin fer fram á Nauthóli og hefst kl. 12. Nánari upplýsingar um viðburðinn birtast hér þegar nær dregur.

Opið fyrir tilnefningar

Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð auglýsa eftir tillögum um sjálfbærniskýrslur vegna verðlaunaafhendingar ársins 2022 en dómnefnd metur allar tillögur sem berast. Tekið skal fram að fyrirtækjum og stofnunum er frjálst að tilnefna eigin skýrslu.

Fyrri verðlaunaskýrslur

Frá verðlaunaafhendingu 8. júní 2021.

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar í Borgarleikhúsinu og er einn stærsti …
13. febrúar 2025

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember …
13. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í …
20. júní 2024