Viðskiptaráð Íslands

Sýning á íslenskum og erlendum nýjungum

Staðsetning: Ráðhús Reykjavíkur

Hugvit og viðskipti

Viðskiptatækifæri í Ráðhúsi Reykjavíkur 26. og 27. október 2005. 

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra opnar sýninguna fimmtudaginn 26. október kl. 10:00.

Á sýningunni gefst fólki tækifæri á að kynna sér ýmsar nýjungar og mynda viðskiptatengsl.  Sýnendur koma frá Eistlandi, Sviðþjóð, Bretlandi og Íslandi.

Kynnt verður ný íslensk uppfinning og uppfinningamaður ársins fær viðurkenningu.

Gestum gefst tækifæri á að taka þátt í könnun og velja hvaða uppfinningu þeir telja að eigi mesta möguleika á að ná árangri á markaði.

Á fimmtudag, kl. 17:00 verður fræðslufundur í Ráðhúsinu.  Jón Ágúst Þorsteinsson, frumkvöðull Marorku segir frá reynslu sinni og kynning verður á frumkvöðlaumhverfinu í Svíþjóð og Eistlandi. 

Fundarstjóri verður Magnús Orri Scram.

Sýningin er opin frá kl. 09:00-19:00 dagana 26. og 27. október.

 

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember …
13. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í …
20. júní 2024