Kæru félagar,
Í tilefni af 90 ára afmæli Viðskiptaráðs verður haldinn afmælisfundur í Salnum, Kópavogi, þann 17. september kl. 16:00. Í kjölfarið verður haldin móttaka í Gerðarsafni þar sem verk úr safni Þorvaldar í Síld og fiski, fyrrum formanns ráðsins, verða til sýnis.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Ávarp formanns Viðskiptaráðs
90 tillögur Viðskiptaráðs kynntar og afhentar nýrri ríkisstjórn
Gissur Páll Gissurarson, tenór, syngur
Svafa Grönfeldt, rektor HR, kynnir framtíðarsýn skólans
Ávarp forsætisráðherra
Viðbrögð ráðherra nýrrar ríkisstjórnar við afmælistillögum Viðskiptaráðs
Vonumst til að sem flestir félagar sjái sér fært að mæta.