Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík
Hvernig getur skipulagt samstarf milli viðskiptalífs og hins opinbera stutt við uppbyggingu á nýjum atvinnuvegum? Þetta er meðal þess sem fjallað verður um á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands, Sendiráðs Japans á Íslandi, Háskólans í Reykjavík og japanskra fræða við Háskóla Íslands. Skráning og morgunverður hefst klukkan 8, fundurinn hefst stundvíslega kl. 8.15 og lýkur kl. 10.
Opnunarávarp: Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.
Fundarstjóri: Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík.
Aðalræðumaður: Dr. Seiichiro Yonekura, forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar í nýsköpunarfræðum við Hitotsubashi Háskóla í Tókýó. Erindi hans ber yfirskriftina „Development of national industrial policies in Asian economies en þar mun hann styðjast við raundæmi um hagvaxtarlíkön frá m.a. Japan og Singapúr. Nánar um Dr. Yonekura að neðan.
Aðrir ræðumenn eru:
Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair
Björn Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.
Birkir lauk BS og meistaranámi í viðskiptafræðum frá Álaborgarháskóla. Hann hann hefur starfað fyrir Icelandair á Íslandi, í Norður-Ameríku, í Þýskalandi og Danmörku. Björn er hagfræðingur og hefur starfað hjá Þjóðhagsstofnun, Landsbankanum og nú síðast bæði fyrir forsætisráðuneytið og efnahags- og viðskiptaráðuneytið.
Að loknum erindum ræðumanna munu þeir taka við spurningum úr sal.
Verð kr. 2.500.
Auglýsinguna má nálgast hér
Nánar um Dr. Yonekura
Dr. Yonekura sækir Ísland nú heim í annað sinn, en hann flutti erindi á málstofu um nýsköpun sem haldin var í Háskóla Íslands í febrúar á þessu ári. Hann lauk doktorsnámi frá Harvard Háskóla í bandaríkjunum og starfar nú sem forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar í nýsköpunarfræðum við Hitotsubashi Háskóla í Tókýó. Dr. Yonekura starfar einnig sem deildarforseti við endurmenntunarstofnunina Mori ARK Academy Hills í Tókýó. Einnig hefur hann starfað sem aðstoðarforseti stofnunar um stefnumótun (e. Institute of Strategy) hjá Sony Corporation, sem er ráðgefandi fyrir langtíma áætlanir fyrirtækisins. Einnig hefur hann starfað sem ritstjóri Hitotsubashi Business Review frá árinu 1994.