Staðsetning: Grand Hótel, Gullteigur
Þriðjudaginn 22. mars næstkomandi standa Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja, Félag atvinnurekenda, efnahags- og viðskiptaráðuneytið og fjármálaráðuneytið fyrir morgunverðarfundi til að ræða framvindu Beinu brautarinnar. Þátttaka á fundinum er endurgjaldslaus.
Beina brautin er samkomulag þessara aðila um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja innan bankakerfisins. Samkomulagið var undirritað 15. desember síðastliðinn og fól í sér að stór hópur fyrirtækja fengi tilboð um fjárhagslega endurskipulagningu fyrir 1. júní næstkomandi.
Á fundinum munu taka til máls Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra, Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda auk fulltrúa þriggja fyrirtækja sem hafa nýtt sér úrræði Beinu brautarinnar. Þá munu fulltrúar bankanna taka þátt í pallborðsumræðum í lok fundar.
Að auki gefst fundargestum færi á að ráðfæra sig við ýmis fyrirtæki sem veita ráðgjöf á þessu sviði, en yfirlit yfir þau má nálgast á upplýsingasíðu Viðskiptaráðs um Beinu brautina.