Viðskiptaráð Íslands

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Fulltrúum allra aðildarfélaga er heimilt að sækja fundinn.

Dagskrá

Dagskrá aðalfundar er samkvæmt 9. grein laga ráðsins:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Reikningar bornir upp til samþykktar
  3. Úrslit formanns- og stjórnarkjörs tilkynnt
  4. Lagabreytingar
  5. Kosning kjörnefndar
  6. Tekju- og gjaldaáætlun kynnt og árgjöld ákvörðuð
  7. Önnur mál

Stjórnarkjör 2026

Stjórn ráðsins er skipuð 38 einstaklingum. Kosning stjórnar er óbundin þannig að kjörgengir eru allir skuldlausir félagsmenn (stjórnendur í fyrirtækjum sem eiga aðild að Viðskiptaráði). Kjörseðlar verða sendir út með rafrænum hætti föstudaginn 22. janúar nk. Ábendingalisti með nöfnum þeirra sem gefa sérstaklega kost á sér til stjórnarsetu (og fylgir kjörseðli) er því aðeins leiðbeinandi.

Framboð til formanns

Formaður stjórnar er kosinn sérstaklega í bundinni kosningu. Framboðsfrestur vegna formannskjörs rennur út 20. janúar næstkomandi.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu og önnur aðalfundarstörf fást hjá skrifstofu ráðsins á netfanginu vi@vi.is eða í síma 510-7100.

Tengt efni

Opið fyrir umsóknir í Menntasjóð VÍ

Opið er fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ). …
5. janúar 2026

Skattadagurinn fer fram 15. janúar

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins verður …
5. janúar 2026

Opnunartími milli jóla og nýárs

Lokað verður á skrifstofu Viðskiptaráðs á aðfangadag og á gamlársdag.
22. desember 2025