Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og SA

Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins verður haldinn að Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 10. janúar 2013, kl. 8.30-10.00. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00.

Skattamál skipa sífellt stærri sess í efnahagsumhverfi okkar og er mikill áhugi fyrir fundinum nú sem endranær. Mörg áhugaverð erindi koma fram á fundinum og mun nýlega skipaður fjármálaráðherra, Katrín Júlíusdóttir, setja fundinn. Dagskrána má líta hér að neðan:

  • Hagkvæm auðlindagjaldtaka - Daði Már Kristófersson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands
  • Skattar eða upptaka eigna? - Garðar Valdimarsson, hrl á skatta- og lögfræðisviði Deloitte
  • Áhrif skattalagabreytinga á verðbréfafyrirtæki - Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Auðar Capital
  • Áhrif tryggingagjalds á minni fyrirtæki - Sigurjón M. Egilsson, blaðamaður og útgefandi
  • Helstu skattabreytingar og fundarstjórn: Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte

Skráning er á netfanginu skraning@deloitte.is og í síma 580-3000. Fundarsalur er Gullteigur, Grand Hótel Reykjavík. Boðið er upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00, aðgangseyrir kr. 3.900.

Tengt efni

Nýjar tillögur starfshóps gegn gullhúðun

Tillögur starfshóps miða að því að auka gæði lagasetningar við innleiðingu ...
19. jún 2024

Tölum um tilnefningarnefndir

Opinn morgunfundur IcelandSIF, Nasdaq Iceland, Samtaka atvinnulífsins og ...
21. mar 2023

Hitam(ál) – Hvað er málið með álið?

Hugmyndir um takmörkun á stóriðju hér á landi annars vegar og samdrátt í losun á ...
3. apr 2023