Viðskiptaráð Íslands

Er aðhaldinu lokið? Framvinda og horfur í rekstri hins opinbera

Fimmtudaginn 18. september, kl. 8.30-10.00, standa Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni "Er aðhaldinu lokið? Framvinda og horfur í rekstri hins opinbera." Á fundinum verður fjallað um stöðu ríkisreksturs, framvindu tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar og helstu viðfangsefni í ríkisfjármálum á komandi misserum. Meðal ræðumanna eru Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður og formaður hagræðingarhópsins.

Í pallborði verða eftirtaldir aðilar:

  • Ásmundur Einar Daðason
  • Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB
  • Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður
  • Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já
  • Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Fundarstjórn er í höndum Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands.

Aðgangseyrir er 2.900 kr. og er morgunverður í boði frá kl. 8.15.

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember …
13. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í …
20. júní 2024