Viðskiptaráð Íslands og Íslandsbanki bjóða á morgunverðarfund á Hilton Nordica þar sem niðurstöður viðskiptaháskólans IMD á samkeppnishæfni Íslands fyrir árið 2019 verða kynntar. Síðast féll Ísland niður um fjögur sæti og var í 24. sæti - hvar stöndum við nú? Horft verður á samkeppnishæfni í gegnum framtíðarlinsur Viðskiptaráðs en þær eru: Tæknilinsan, mannauðslinsan, umhverfislinsan og tengslalinsan.
Allir velkomnir.