Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaráð verðlaunar útskriftarnema í HR

Frá vinstri: Ásta S. Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Diljá Ragnarsdóttir, Tómas Aron Viggósson, Aron Björn Bjarnason, James Elías Sigurðarson og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR. Á myndina vantar Sindra Frey Gíslason.

Viðskiptaráð Íslands hefur í gegnum tíðina verðlaunað nema sem útskrifast með láði frá Háskólanum í Reykjavík. Síðastliðinn laugardag, þann 17. júní, var árleg útskrift HR þar sem Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, flutti ræðu og verðlaunaði fimm nemendur.

Sagði Ásta meðal annars í ræðu sinni: „Á degi sem þessum kemur eitt mikilvægt japanskt orð upp í huga mér, en það er orðið „gaman“. „Gaman“ á japönsku þýðir nefnilega ekki að eitthvað sé skemmtilegt - heldur þýðir það þolinmæði. Kannski dálítið lýsandi fyrir japanskt samfélag, en góðir hlutir gerast hægt. Takið ykkur tíma.“ Ásta benti einnig á að ekkert gerist nógu hratt í þessum heimi, virðist vera. Öll erum við á sífelldri hraðferð, ætlum ekki að missa af neinu og pressan, sérstaklega hjá ungu fólki, á að ná árangri hefur aldrei verið meiri. Sagðist Ásta sjálf hafa áttað sig á því fyrir ekki svo löngu síðan, að lífið er langhlaup – ekki spretthlaup. „Í sumum tilfellum er búið að brenna kertið í báða enda og ekki hægt að kveikja sama ljós aftur. Heilsan er það dýrmætasta sem þið eigið – ekki síður andleg en líkamleg, og hana ber alltaf að setja í forgang.“

Kvaðst Ásta vera stolt af aðkomu Viðskiptaráðs Íslands að stofnun og uppbyggingu Háskólans í Reykjavík. „Viðskiptaráð hefur í heila öld lagt metnað í að styðja við menntun á Íslandi og við teljum það okkar mikilvægasta framlag til atvinnulífs og samfélagsins í heild.“

Eftirtaldir nemendur hlutu viðurkenningu Viðskiptaráðs fyrir framúrskarandi námsárangur:

Úr lagadeild - Diljá Ragnarsdóttir

Úr lagadeild - Tómas Aron Viggósson

Úr fjármálaverkfræðideild - Aron Björn Bjarnason

Úr tölvunarstærðfræðideild - James Elías Sigurðarson

Úr viðskiptafræðideild - Sindri Freyr Gíslason


Viðskiptaráð óskar þeim til hamingju með árangurinn og óskar þeim gæfu og velfarnaðar í framtíðinni.


Ræða Ástu S. Fjeldsted í heild sinni

Myndir HR frá útskriftinni

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024