Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaráð verðlaunar útskriftarnema við HR

Viðskiptaráð Íslands hefur í gegnum tíðina verðlaunað framúrskarandi nemendur frá Háskólanum í Reykjavík. Síðastliðinn laugardag, þann 1. febrúar sl., fór fram útskrift HR þar sem Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, flutti ræðu og verðlaunaði sjö nemendur.

Sagði Ásta meðal annars í ræðu sinni: „Til að stuðla að áframhaldandi velsæld á Íslandi þarf að tryggja kraftmikið og framsækið atvinnulíf - sem grundvallast á undirstöðu þess, fólkinu, ykkur, bakgrunni ykkar, reynslu, hæfileikum og menntun. Háskólinn í Reykjavík er í lykil- og leiðtogahlutverki þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins – og tengist æ fleirum í gegnum nýja árganga, sem og fólk í atvinnulífinu sem til skólans leitar í framhaldsnám og endurmenntun."

Eftirtaldir nemendur hlutu verðlaun:

  • Björgvin Grétarsson, byggingartæknifræði
  • Elín Lára Reynisdóttir, íþróttafræði
  • Hannes Rannversson, rekstrarverkfræði
  • Jónína Sigrún Birgisdóttir, sálfræði
  • Sonja L Estrajher Eyglóardóttir, lögfræði
  • Valgarður Ragnheiðar Ívarsson, tölvunarfræði
  • Þorri Geir Rúnarsson, viðskiptafræði

Ræða Ástu S. Fjeldsted í heild sinni

Tengt efni

Þessi koma fram á Viðskiptaþingi 2026

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, Magnús Scheving, Birna Ósk Einarsdóttir, …
23. janúar 2026

Verðbólgan heimatilbúinn vandi

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í …
20. janúar 2026

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026