Viðskiptaráð Íslands

Ráðstefna um skýrslu rannsóknarnefndar nú um helgina

Háskólarnir á Akureyri, Bifröst og í Reykjavík halda sameiginlega ráðstefnu í Reykjavík og á Akureyri um helgina þar sem átján sérfræðingar skólanna leitast við að svara þeim spurningum sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis vekur. Tilgangur ráðstefnunnar er að halda áfram umræðu og greiningu rannsóknarskýrslunnar.

Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 24. apríl í HR við Nauthólsvík, í salnum Antares, frá kl. 10 til 17.30. Sama ráðstefna fer fram sunnudaginn 25. apríl í Háskólanum á Akureyri, í stofu L201.

Ráðstefnunni verður skipt í sex málstofur og í hverri þeirra verður fjallað um afmarkaðan þátt hrunsins. Málstofunum verður stýrt af þeim: Ágústi Einarssyni, rektor Háskólans á Bifröst, Bryndísi Hlöðversdóttur, aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst, Hans Kristjáni Guðmundssyni, deildarforseta viðskipta- og raunvísindasviðs HA og Ragnhildi Helgadóttur, prófessor við lagadeild HR.

Nánari upplýsingar um dagskrá má nálgast hér.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026