Viðskiptaráð Íslands

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs

Nú liggur fyrir greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins. Af uppgjörinu að ráða þá eru flestir skattstofnar leynt og ljóst að dragast saman. Má þar nefna t.a.m. tekjuskatt lögaðila, fjármagnstekjuskatt, eignaskatt og virðisaukaskatt af atvinnustarfsemi. Nokkrir þessara stofna t.a.m. tryggingargjald og virðisaukaskattur af vörum eru þó að skila ríkissjóði meiri tekjum en í fyrra svo einhverju muni, en í flestum tilfellum eru undirliggjandi skattstofnar að dragast saman. Þessi þróun vegur að framtíðarskatttekjum ríkissjóðs og þar með markmiðum um jöfnuð í ríkisfjármálum.

Skattkerfið ýti undir vöxt
Sá tekjuauki sem hefur myndast fyrstu fjóra mánuði ársins er auk þess í einhverjum tilfellum undir áætlunum fjárlaga, t.a.m. þegar kemur að vörugjöldum af bensíni, olíu, áfengi og tóbaki. Ástæða þess er að samdráttur í sölu þessara vörutegunda hefur verið meiri en gert var ráð fyrir í spám, en ómögulegt má vera að áætla fyrir um hversu djúpur og langvarandi sá samdrátturinn verður að öllu óbreyttu.

Þá er óljóst hvort viðbótartekjur af hinu nýja þrepaskipta skattkerfi muni skila ríkissjóði þeirri búbót sem vænst var eftir. Gert var ráð fyrir í fjárlögum þessa árs að heildarskattlagning á einstaklinga myndi hækka um 40% árið 2010 - erfitt er að sjá að því markmiði verði náð miðað við tölur fyrstu fjögurra mánaða.

Eins óheppileg og þessi þróun er fyrir stöðu ríkissjóðs þá var hún að miklu leyti fyrirsjáanleg. Um þetta var m.a. rætt í stöðugleikasáttmálanum þar sem samhljómur var meðal samningsaðila að hlutdeild tekjuöflunar í aðlögunaraðgerðunum yrði ekki of mikil með hliðsjón af samdrætti í tekjustofnum. Leiða má að því líkur, m.v. núverandi stöðu ríkisfjármála, að skattahækkanir hafi frekar en annað grafið undan undirliggjandi skattstofnum sem mun halda aftur af bata hagkerfisins á komandi misserum.

Af þessu sést hversu mikilvægt er að stjórnvöld setji sér það sem lykilmarkmið að skattkerfið ýti undir hagvöxt og efnahagslega endurreisn.

Sjá nánar:

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024