Nýverið opnaði vefurinn gogn.island.is þar sem unnt er að nálgast upplýsingar úr bókhaldi ríkisins. Gögnin sem um ræðir eru árshluta- og mánaðaruppgjör ríkissjóðs frá Fjársýslu ríkisins. Samkvæmt skýrslu starfshóps er lagt til að auka enn frekar á veittar upplýsingar. Nefndi hópurinn þar sem dæmi:
Rétt er að fagna þessu skrefi fjármála- og efnahagsráðuneytisins í átt að auknu gagnsæi enda hefur á tímum skort verulega á upplýsingagjöf um fjármál hins opinbera sem hefur byrgt aðilum sýn á þróun og horfur í ríkisfjármálum. Aukin upplýsingagjöf af þessu tagi er í takt við tillögur Hugmyndahandbókar Viðskiptaráðs um umfangsmeiri söfnun og birtingu hagtalna.