Viðskiptaráð Íslands

Aukin upplýsingagjöf um ríkisfjármál

Nýverið opnaði vefurinn gogn.island.is þar sem unnt er að nálgast upplýsingar úr bókhaldi ríkisins. Gögnin sem um ræðir eru árshluta- og mánaðaruppgjör ríkissjóðs frá Fjársýslu ríkisins. Samkvæmt skýrslu starfshóps er lagt til að auka enn frekar á veittar upplýsingar. Nefndi hópurinn þar sem dæmi:

  • frekara niðurbrot á rekstrartölum ráðuneyta
  • frávik gjalda frá fjárheimildum flokkað eftir ráðuneytum og stofnunum
  • fjárheimildir ráðuneyta og stofnana
  • rekstrar- og efnahagsreikninga ráðuneyta og stofnana 

Rétt er að fagna þessu skrefi fjármála- og efnahagsráðuneytisins í átt að auknu gagnsæi enda hefur á tímum skort verulega á upplýsingagjöf um fjármál hins opinbera sem hefur byrgt aðilum sýn á þróun og horfur í ríkisfjármálum. Aukin upplýsingagjöf af þessu tagi er í takt við tillögur Hugmyndahandbókar Viðskiptaráðs um umfangsmeiri söfnun og birtingu hagtalna.

Tengt efni

Verðbólgan heimatilbúinn vandi

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í …
20. janúar 2026

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026