Hið árlega og sívinsæla alþjóðlega golfmót Viðskiptaráðs og millilandaráðanna verður haldið á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi þann 2. september 2010. Við hvetjum alla félaga til að taka þátt og nota með því tækifærið til að efla alþjóðlegt tengslanet sitt. Að leik loknum verður boðið uppá steikarhlaðborð í golfskálanum.
Mótið er samstarfsverkefni eftirfarandi aðila: Viðskiptaráðs Íslands, Landsnefndar Alþjóða viðskiptaráðsins (ICC) ásamt Bresk-íslenska, Dansk-íslenska, Ítalsk-íslenska, Spánsk-íslenska, Sænsk-íslenska og Þýsk-íslenska Viðskiptaráðinu.
Í ár verður haldin í fyrsta sinn keppni milli allra viðskiptaráðanna (e. Chamber Cup) þar sem þátttakendur geta skráð sig sem fulltrúa ákveðins millilandaráðs eða Viðskiptaráðs. Leikin verður punktakeppni þar sem þrjú bestu skorin frá hverju ráði telja. Það ráð sem fær flesta punkta fær að launum farandabikar. Þessi keppni er óháð einstaklingskeppninni mótsins.
Skráning fer fram með tölvupósti. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag og dagskrá má finna hér.