Staðsetning: Urriðavöllur - Golfklúbburinn Oddur
Hið árlega og sívinsæla alþjóðlega golfmót Viðskiptaráðs og millilandaráðanna verður haldið á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi þann 2. september 2010. Við hvetjum alla félaga til að taka þátt og nota með því tækifærið til að efla alþjóðlegt tengslanet sitt. Að leik loknum verður boðið uppá steikarhlaðborð í golfskálanum.
Fyrirkomulag:
Keppni um farandbikar Viðskiptaráðs og millilandaráða
Í ár verður haldin í fyrsta sinn keppni milli allra viðskiptaráðanna (e. Chamber Cup) þar sem þátttakendur geta skráð sig sem fulltrúa ákveðins millilandaráðs eða Viðskiptaráðs. Leikin verður punktakeppni þar sem þrjú bestu skorin frá hverju ráði telja. Það ráð sem fær flesta punkta fær að launum farandabikar. Þessi keppni er óháð einstaklingskeppninni sem lýst er hér að framan.
Þeir sem ekki spila golf eru hjartanlega velkomnir í kvöldverðinn
Dagskrá:
13:00 Fyrstu holl ræst út
14:30 Síðustu holl ræst út (ræðst af fjölda)
19:30 Steikarhlaðborð í golfskálanum og verðlaunaafhending
Verð kr. 9.900 kr. fyrir golf og kvöldverð. Kvöldverður eingöngu kostar 4.000 kr.
Óskað er eftir því að þátttakendur sendi við skráningu upplýsingar um forgjöf og fyrir hvaða ráð viðkomandi hyggst leika fyrir (t.d. Viðskiptaráð eða Dansk-íslenska viðskiptaráðið) í keppninni um farandbikar Viðskiptaráðs (ef viðkomandi fyrirtæki er skráð í fleiri en eitt ráð). Athugið að ekkert hámark er á fjölda þátttakenda frá hverju ráði fyrir sig.
Vinsamlega staðfestið þátttöku sem fyrst. Fyrir hönd millilandaráðanna, Viðskiptaráðs og Landsnefndarinnar:
Kristin S. Hjálmtýsdóttir og Björn Þór Arnarson