Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði vexti bankans um 1 prósentustig í morgun. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 5,5%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 6,75%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 7,0% og daglánavextir í 8,5%.
Stýrivaxtalækkun Seðlabankans er jákvæð og eðlileg miðað við þann hraða samdrátt í verðbólgu sem átt hefur sér stað undanfarið. Töluverður framleiðsluslaki er enn í hagkerfinu um þessar mundir og brýnt er að reyna að nýta þá vannýttu framleiðslugetu sem er til staðar,“ segir Björn Þór Arnarson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Hann bendir á að atvinnuleysi sé enn hátt og fjárfesting töluvert minni en æskilegt væri við þessar aðstæður. Þó ganga þurfi lengra þá er lækkun stýrivaxta nú mikilvægt skref til að efla atvinnulífið á komandi mánuðum.Af þessu má greina að þær hækkanir sem ráðist hefur verið í eru ekki að skila tilætluðum árangri. Það er ákveðið áhyggjuefni að skattstofnar eru að dragast svo mikið saman á tíma þegar mikilvægt er að hið opinbera afli tekna á hagkvæman máta og viðhaldi þeim skattstofnum sem eru til staðar,“ segir Björn og bendir á því til stuðnings að tekjur af áfengis og tóbaksgjaldi eru undir áætlun fjárlaga
Viðskiptaráð og aðilar atvinnulífsins hafa undanfarin misseri bent á aðrar leiðir í fjármálum hins opinbera sem stuðli að því að viðhalda núverandi skattstofnum. Tillögur þess efnis má m.a. annars sjá í skýrslu Viðskiptaráðs frá því í desember 2009, Fjármál hins opinbera - Aðrar leiðir færar, sem og skýrslu frá því í júní 2008 er ber heitið Útþensla hins opinbera: orsakir, afleiðingar og úrbætur. Þar að auki hefur Viðskiptaráð gefið út fjölmargar skoðanir um fjármál hins opinbera og nauðsynlegar úrbætur. Þær má nálgast hér.